mánudagur, 26. maí 2014

Washi tape mania!

Ég er hrædd við tannlækna. Alveg stjarnfræðilega hrædd. Ég er eiginlega hræddari við þá en flugvélar. Ekki fyrir svo löngu síðan, þegar ég fór til tannlæknis af því að ég hafði misst fyllingu, spurði ég hana hvað ég gæti eiginlega gert til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. Og svarið: "Númer 1, 2 og 3 er að borða ekki karamellur". Þar fór í verra! Uppáhalds nammið mitt eru nefnilega Bingókúlur.
Þær eru bara einhvernvegin fullkomin blanda af lakkrís og dökku súkkulaði. Næst þegar ég kom til hennar var ég sigri hrósandi, ég hafði fundið "örugga" leið til gæða mér á þessum unaði. Ég bræði þær í potti ásamt rjóma og suðusúkkulaði og helli þeim út á ís :) Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta bragðast vel... 1 poki af Bingókúlum, 1 plata af suðusúkkulaði og 1/2 líter af rjóma, þið bara verðið að prófa!

Ég fékk hins vegar skyndihugmynd í gær. Ég var að vafra um netið eins og svo oft áður og googlaði washi tape. Ég skoðaði bara myndirnar. Þið ættuð að prófa það ef þið hafið ekki þegar gert það. Það er bara hafsjór af hugmyndum til að gera ótrúlega flotta hluti úr eins einföldum hlut og límband nú er. 







Ég átti dágóðan slatta af svona límbandi svo ég ákvað að prófa mig aðeins áfram. Það er jú ekki mikið mál að fjarlægja svona af veggjum og öðrum húsbúnaði ef illa tekst til. 










Þessi fannst mér sniðug og ákvað prófa. Ég er ekki búin að gera það upp við mig hvort hún fái að vera eða verði látin fara...










Seinni tilraunin var aðeins útpældari. Innblásin af púðanum á hjónarúminu kviknaði hugmyndin í kollinum á mér. Ég náði mér í blað og penna og teiknaði upp litla fuglinn á púðanum. 
Þetta lofaði ekkert séstaklega góðu en með það hugfast að það mætti alltaf rífa þetta niður hélt ég áfram.



Ég náði mér í hallamál, stóra reglustiku og blýant og teiknaði upp rúður á vegginn í svefnherberginu. Og svo varð þessi til og mér finnst hann æði!


Hann gerir alveg ótrúlega mikið fyrir herbergið og fær klárlega að vera...



2 ummæli: